Salthúsið fær klæðningu


Að undanförnu hefur verið unnið að því að klæða suður- og austurhlið Salthússins, nýjustu byggingar Síldarminjasafns Íslands, ganga frá gluggum, gluggaföldum og þakborðum. Verkinu stjórnar Jón Ragnar Daðason tréskipasmiður sem hefur sérhæft sig í viðgerð gamalla húsa. Með honum er Þorfinnur Karlsson. Þar að auki standa að verkinu starfsmenn safnsins, Hrafn Örlygsson, Haukur Orri Kristjánsson og Orri Wolfram Jörgensson. Að sögn Anitu Elefsen safnstjóra verður búið að pappaklæða vesturhlið hússins áður en vetur gengur í garð, en síðari tvær hliðarnar verða klæddar næsta sumar og þar með lokið við húsið að utan.

Fram til þessa hefur verkið kostað á fjórða tug milljóna.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]