Salthúsið er að rísa


Salthúsið er nýjasta skrautfjöðrin í hatti Síldarminjasafns Íslands. Grunnur þess var steyptur fyrr í þessum mánuði og í dag unnu menn við að steypa gólfplötuna. Húsið var upphaflega byggt á Patreksfirði seint á 19. öld og flutt til Akureyrar 1946. Talið er að það hafi einnig staðið á Siglufirði á fyrri hluta 20. aldar.

Það var mælt upp og teiknað af Argos ehf. fyrir Þjóðminjasafnið árið 1998 og því næst tekið niður og flutt að Naustum árið 1999 þar sem viðir þess voru geymdir allt þar til í sumar að þeir voru fluttir til Siglufjarðar; gólf- og lofteiningarnar 13. júní og veggeiningar og bitastæða 17. júní. Var farið sjóleiðina.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók fyrsta skóflustunguna 27. maí síðastliðinn og í kjölfarið var grafið fyrir sökklum. Húsið er 25,74 x 11,98 m að utanmáli og 308 m2 að grunnfleti, ein hæð með portbyggðu risi, og staðsett á milli Róaldsbrakka og Gránu.

Sjá líka hér.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is