Salthúsið á leiðinni frá Akureyri


Starfsfólk Síldarminjasafnsins hefur að undanförnu unnið að undirbúningi endurreisnar Salthússins. Fyrsta skóflustungan var tekin fyrir nokkru og grafið fyrir sökklum og einnig hafa verið farnar nokkrar ferðir á geymslustað á Akureyri og nú síðast 13. júní þegar flutningur húspartanna hófst.

Svo stórt er þetta og erfitt viðureignar að enginn annar flutningsmáti var fyrir hendi en sjóleiðin og bara gólf/lofteiningarnar í fyrstu ferð, sex tíma sigling var það hvora leið.

Í seinni ferðinni, sem fyrirhuguð er á næstu dögum, verða veggeiningarnar teknar og mikil bitastæða.

Hér eru myndir frá flutningnum í fyrradag.

Myndir og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is