Sala Síldarævintýrismerkis


Næstu kvöld munu krakkar, unglingar og aðrir sem tengjast Blakfélagi Fjallabyggðar (BF) ganga í hús og selja Síldarævintýrismerkið. Merkið kostar 1.000 krónur og mun hluti ágóðans renna til Barna- og unglingaráðs blakfélagsins. Blakfélag Fjallabyggðar er nýstofnað félag sem hefur það markmið að fjölga iðkendum ásamt því að hafa virkt barna- og unglingastarf. Við hvetjum bæjarbúa til að kaupa merkið og um leið styrkja starf Barna- og unglingaráðs BF.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is