Saga Fotografica


Svissneskur ljósmyndari, Walter Huber, sýnir í Saga Fotografica á Siglufirði á laugardag og sunnudag, 1. og 2. ágúst næstkomandi.

Huber vann fyrstu verðlaun í samkeppni svissneskra náttúruljósmyndara á þessu ári og var jafnframt valinn ljósmyndari ársins þar á bæ. Verðlaunamyndina, sem sjá má hér að ofan, tók hann úr þyrlu austan við Mýrdalsjökul.

Walter og Ruth eiginkona hans, sem eru tæplega sjötug, eru sannkallaðir Íslandsvinir; hafa sótt landið heim ellefu sinnum frá aldamótum, dvalið hér samtals í 19 mánuði á þeim tíma og Walter verið iðinn með ljósmyndavélina. Myndirnar sem Huber sýnir á Siglufirði eru allar teknar á Íslandi.

Saga Fotografica er á Vetrarbraut 17 og þar verður opið frá kl. 13.00 til 16.oo um verslunarmannahelgina.

Myndir Hubers verða sýndar á skjá og eru tvær sýningar hvorn dag, fyrst klukkan 13.00 til 14.00 og aftur frá 15.00 til 16.00.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is