Saga Fotografica verður opið um helgina frá kl. 13.00-16.00

Ljósmyndasögusafnið að Vetrarbraut 17 hér í bæ, Saga Fotografica, verður opið alla helgina frá kl. 13.00-16.00. Þarna er alltaf heitt á könnunni og margt að skoða. Gestir safnsins eru hjónin Walter og Ruth Huber með glæsilega sýningu mynda frá Íslandi. Þau hafa heimsótt landið tíu sinnum og fangað fegurð þess með sýn aðkomumanns.

Aðgangur er ókeypis.

 

Mynd: Skapti Hallgrímsson | skapti@mbl.is.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.