Safnað fyrir vatni


Um 2600 fermingarbörn um land allt hafa frá 31. október verið að ganga í hús til að safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu. Söfnunin þetta árið er sú 18. í röðinni, en í fyrra söfnuðu fermingarbörn landsins um 8 milljónum króna. Frá árinu 1998 hafa fermingarbörn safnað yfir 100 milljónum króna til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar.

Með því að ganga í hús og safna fé til vatnsverkefna Hjálparstarfsins fá fermingarbörnin tækifæri til að láta til sín taka og gefa Íslendingum tækifæri til að leggja sitt af mörkum til aðstoðar þeim sem ekki hafa aðgang að hreinu vatni.

Síðdegis á föstudag næstkomandi, 25. nóvember, verða siglfirsk fermingarbörn vetrarins á ferðinni með söfnunarbauka.

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is