Sævar Birgisson verður fánaberi Íslands


Íþróttamaður Fjallabyggðar 2011, 2012 og 2013, Sævar Birgisson, keppandi
í skíðagöngu, verður fánaberi Íslands á setningarhátíð XXII
Vetrarólympíuleikana að kvöldi 7. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍSÍ. Þá verða 50 ár liðin frá því að Siglfirðingarnir Birgir Guðlaugsson og Þórhallur Sveinsson kepptu á Vetrarólympíuleikum, en það var í
Innsbruck árið 1964.

Jafnframt verða 20 ár síðan Ísland átti síðast keppanda í skíðagöngu á Vetrarólympíuleikum en í Lillehammer 1994 kepptu þeir Daníel Jakobsson og Rögnvaldur Ingþórsson. Enn lengra er síðan fánaberi íslenska hópsins var skíðagöngumaður, en það var Einar Ólafsson sem keppti á leikunum 1988 í Calgary.

Sævar Birgisson er í
Skíðafélagi Ólafsfjarðar, hefur ellefu sinnum orðið Íslandsmeistari í
fullorðinsflokki og er þó ekki nema 25 ára gamall.

Faðir hans er Birgir Gunnarsson, sonur þeirra hjóna Sóleyjar Önnu Þorkelsdóttur og Gunnars Guðmundssonar, fyrrum skíðagöngukappa.

Sjá líka hér.

Mynd: Skjáskot af heimasíðu ÍSÍ.

Texti: ÍSÍ / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is