Rykmengun í Héðinsfjarðargöngum


Töluverð mengun er í Héðinsfjarðargöngum þessa stundina. Að sögn Vegagerðarinnar á Akureyri er þetta líklegast ryk, sem þyrlast upp við mikla umferð stórra farartækja þar um, en vifturnar fara ekki sjálfkrafa í gang ef svo er, einungis ef um útblástursmengun er að ræða. Erfitt er við þetta að eiga, en til stendur að þrifa göngin bráðlega, sem væntanlega kemur þá til með að draga eitthvað úr þessu.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is