Ruglast á Akureyri og Siglufirði


„Akureyri trónir á toppnum yfir bestu áfangastaði í Evrópu 2015, á vefsíðu Lonely Planet. Flestir eru sagðir sækja suðvesturhorn landsins heim en sagt er að á Akureyri sé mest um að vera utan höfuðborgarsvæðisins. Myndin sem fylgir listanum er þó frekar villandi.“ Þetta mátti lesa á Rúv.is seinnipartinn í dag.

Og áfram sagði þar:

Á vefsíðunni vinsælu kemur fram að listinn sé samansafn af klassískum stöðum sem gengið hafa í endurnýjun lífdaga, öðrum sem njóta æ meiri vinsælda og nokkrum afskekktum stöðum sem gæti freistað margra að heimsækja. Ferðamannastraumur til Íslands er sagður hafa margfaldast síðustu ár. Það sem komið hafi Íslandi á kortið sé fjármálahrunið, eldgos, Game of Thrones, dramatískt landslagið og sérstök menning. Flestir eru sagðir heimsækja Reykjavík og fara Gullna hringinn en minna sé um að fólk fari norður til Akureyrar. Þar sé þó mest um að vera utan Reykjavíkur. Það sem hins vegar vekur athygli er að myndin sem fylgir listanum á síðu Lonely Planet er alls ekki af Akureyri, heldur af Siglufirði.“

Skjáskot af téðri síðu á Lonely Planet.

Mynd: Skjáskot af síðu Lonely Planet.
Texti: Rúv.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is