Rós í hnappagatið


Í enskri netútgáfu Iceland Review er mjög svo frábær umfjöllun um Fjallabyggð og það sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða, undir fyrirsögninni ?A Skier´s Dream? (Draumur skíðamanns), og í þýskri netútgáfu sama vefmiðils ekki síðri grein um Siglufjörð. Sú nefnist ?Vom Gold und vom Silber? (Úr gulli og úr silfri) og höfundur er Bernhild Vögel.

Neðst í enska textanum er tilvitnun úr ferðahandbókinni Iceland eftir Andrew Evans, þar sem segir: ?Þetta er staður þar sem engin læsir húsum sínum, þar sem allir þekkjast, en þar sem aðkomufólki er fagnað eins og sólinni.?

Með báðum þessum greinum er fjöldi mynda.

Ein af myndunum úr þýsku greininni.

Mynd: Bernhild Vögel.


Texti:
Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is