Ronjugengið fer suður

Ronja og ræningjarnir.

Hljómsveitin Ronja og ræningjarnir, fulltrúi félagsmiðstöðvarinnar Neon í Fjallabyggð, var á meðal þeirra sem komust í úrslit NorðurOrg í gærkvöldi og fer því í lokakeppni Samfés, sem haldin verður í Laugardagshöll seinni partinn í mars. Í núverandi skipulagi komast þrjátíu atriði þangað að undangengnum forkeppnum í hverjum landshluta. Hljómsveitin flutti lagið Back to black, en það var samið af Amy Winehouse og Mark Ronson og kom fyrst út á plötu árið 2006. Full ástæða er til að óska þessum flottu ungmennum til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]