Róbert sá tólfti


Eftir því sem næst verður komist hafa tólf Siglfirðingar fengið riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu síðan fyrst var farið að veita orðuna árið 1921. Þetta eru tíu karlar og tvær konur. Sá fyrsti var séra Bjarni Þorsteinsson og Róbert Guðfinnsson er sá tólfti, en hann fékk orðuna við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 17. júní síðastliðinn.

Fleiri innfæddir Siglfrðingar hafa reyndar fengið orðu en þá einkum fyrir störf sín síðar á lífsleiðinni, svo sem Líney Rut Halldórsdóttir, Ólafur G. Einarsson og Ólafur Ragnarsson. Meðfylgjandi skrá miðast við þau sem áttu heima á Siglufirði þegar þau fengu orðuna. Eina undantekningin er bæjarfógetinn sem var fluttur burt en hans ævistarf var á Siglufirði.

Texti, mynd og tafla: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.
image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is