Rithöfundur í heimsókn


Hollenski rithöfundurinn Marjolijn Hof kynnir á morgun í Bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði kl. 17.00 nýjustu bók sína sem gerist í bæ á Norðurlandi (Siglufirði).

Rithöfundur í heimsókn.

Marjolijn dvaldi í Herhúsinu árið 2010 og þar vann hún að bókinni, sem nefnist DE REGELS VAN DRIE.
Sagan hefur hlotið virt verðlaun í heimalandi höfundar.
Börn úr 5. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar lesa úr bókinni MINNI LÍKUR, MEIRI VON eftir Marjolijn.
Einnig verður sagt frá samstarfsverkefni 5. bekkjar og hollenskra nemenda.

Sjá meðfylgjandi auglýsingu.

Ljósmynd: Fengin af Netinu.
Auglýsing og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is