Ristarhlið sett í Fjarðarveg og Strákaveg


Fimmtudaginn 12. ágúst síðastliðinn var sett ristarhlið í Fjarðarveg
sunnan við Stóra-Bola og að því loknu hafist handa við að koma öðru
samskonar fyrir í Strákavegi, rétt norðan við hraðahindrun. Því var svo lokið daginn eftir.

Það er Fjallabyggð sem stendur fyrir umræddri framkvæmd, með leyfi Vegagerðarinnar.

Þetta er gert til þess að unnt sé að halda áfram með fjárgirðingu sem komin er hingað, í kjölfar þess að sveitarstjórn ákvað fyrr á þessu ári að leyfa á nýjan leik sauðfjárbúskap í Siglufirði. Svo er ráðgert að loka hringnum með því að girða í snjóflóðavarnargarðana beggja vegna og á milli þeirra.

Fréttamaður var á nyrðri staðnum og fylgdist með frá upphafi til enda, til að fræðast um hvernig svona gengi fyrir sig.

Hér koma nokkrar myndir.

Efniviðurinn kominn á staðinn.

Ein af mörgum undirstöðum hífð af palli.

Bæði steypuklumpa og ristarhlið þurfti að geyma í vegarkanti til að byrja með.

Nærmynd af undirstöðunum.

Merkt fyrir ristarhliðinu.

Næst varð að skera malbikið eftir kúnstarinnar reglum.

Baldur Jörgen Daníelsson sá um það.

Vatn úr þessum tanki kældi blað vélarinnar.

Skurðarmeistarinn kominn langleiðina yfir.

 

Þá tók Jón Helgi Ingimarsson við á gröfunni og fletti malbikinu af. 

Svo varð að moka burt jarðvegi.

Dýptin átti að vera 70 cm. Að auki þurfti að setja grús í botninn.

Og þjappa vel.

Hér sést hvernig annar partur ristarhliðsins hvílir á undirstöðunum.

Helmingurinn klár og ekkert sem teppir umferðina. Þá var byrjað hinum megin.

Að því búnu leit verkið svona út.

 

Og hér er ristarhliðið í Fjarðarvegi, sunnan við Stóra-Bola. Steinaflatir í baksýn.

Efsta mynd (af vörubíl með tengivagn): Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is

Aðrar myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is