Risahvönn í Fjallabyggð?


„Náttúrufræðistofnun hefur fundið að minnsta kosti 2000 risahvannir á hundrum staða á Akureyri. Risahvönn, einnig nefnd bjarnarkló, er afar hættuleg en eitraður safi plöntunnar getur valdið alvarlegum bruna á húð.“ Rúv.is greinir frá þessu.

Áfram segir þar: „„Eins og fram hefur komið er risahvönn afar algeng á Akureyri. Bæði í húsagörðum, þar sem hún hefur verið ræktuð sem skrautplanta, en auk þess á opnum svæðum. Meðal annars við vinsæl útivistarsvæði. Náttúrufræðistofnun hefur nú lokið við að kortleggja útbreiðslu risahvanna innan bæjarmarka Akureyrar. Gerð var ítarleg leit að tegundum risahvanna og GPS-hnit allra fundarstaða skráð. Plantan fannst á um 450 stöðum og er talið að um fleiri en 2000 plöntur sé um að ræða.

Í frétt á vef Náttúrufræðistofnunar segir að plöntunni hafi tekist ágætlega að dreifa sér og vaxa upp, einkum á þéttbýlum svæðum. Á mörgum stöðum séu plönturnar vel þroskaðar og myndi þúsundir fræja árlega. Það stuðli að aukinni og hraðari dreifingu. „Risahvannir eru hættulegar vegna eitraðs safa þeirra sem getur valdið alvarlegum bruna á húð. Plönturnar eru sérstaklega hættulega á heitum, sólríkum sumardögum þar sem sólarljósið veldur efnabreytingu í safa plantnanna sem veldur bruna,“ segir í fréttinni.“

Umsjónarmaður Siglfirðings.is leggur til að bæjarstjórn Fjallabyggðar leiti til Náttúrufræðistofnunar Íslands með beiðni um að útbreiðsla umræddrar plöntu, sem á latínu nefnist Heracleum mantegazzianum, verði einnig könnuð í Fjallabyggð og gerðar ráðstafanir til að fjarlægja hana áður en illa fer. Og í leiðinni tröllaklóar (Heracleum persicum), sem er ekki betri.

Sjá nánar hér.

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Rúv.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is