Risahvannir vaxa í Fjallabyggð


Nú er orðið ljóst, að risahvannir vaxa hér og þar í Siglufirði, en hvort um er að ræða bjarnarkló eða tröllakló er erfiðara um að segja. E.t.v. báðar tegundirnar.

Siglfirðingur.is ítrekar hvatningu til bæjarstjórnar um að láta athuga þetta nánar, enda getur skapast mikil hætta á brunasárum ef safi úr plöntunum kemst í snertingu við hörund fólks og sól nær að lýsa þar á.

Víða um land er nú reynt að uppræta þennan vágest. Nýjasta dæmið er á Akureyri, eins og lesa mátti hér á dögunum. Í Stykkishólmi hófust aðgerðir sumarið 2010. Fólust þær í því að plönturnar voru fjarlægð þar sem þær uxu utan garða og það sama var gert í görðum þar sem samþykki garðeigenda fékkst.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is