Rigning í kortunum


Það hefur rignt dálítið í Siglufirði undanfarinn sólarhring, alla vega nóg til þess að lækir hafa tekið að myndast á ólíklegustu stöðum og Hólsá og Skútuá og þær fleiri bólgnað töluvert.

Veðurstofan spáir mikilli rigningu á Norðurlandi, Ströndum og norðanverðum Vestfjörðum næstu klukkustundir, með aukinnni flóða- og skriðuhættu á þeim slóðum. Uppstyttu hér í firði er að vænta um hádegisbilið á morgun en á mánudag fer að rigna á ný og yfir á miðjan þriðjudag, svo fer að rofa til.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is