Rigndi mest á Siglufirði


Veðurstofan hefur birt kort með upplýsingum um úrkomu frá kl. 9 í gærmorgun til kl. 9 í morgun. Langhæsta talan er á Siglufirði, 74,3 millimetrar. Þetta er eini staðurinn á landinu þar sem úrkoman var meiri en 50 millimetrar á sólarhring.

Fyrir tveimur vikum, 10.-11. september, rigndi heldur meira á Siglufirði. Úrkoman mældist þá 94,7 millimetrar. Enn meira rigndi undir lok ágúst í fyrra en það sem hafði mest áhrif þá var að úrkoman dreifðist ekki jafnt yfir sólarhringinn heldur var hún mjög mikil á tveggja klukkustunda tímabili.

Mynd: Vedur.is.
Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is