Rífandi gangur


 

Það er sannarlega kraftur í mannskapnum sem er að koma Salthúsinu upp. Ekki
er langt síðan verkið hófst, en í fyrradag og gærmorgun var milliloftið
híft og sett í.

Hér eru nokkrar myndir.

Fyrsti gólf- ellegar milliloftsflekinn hífður inn.

Jón Ragnar og Einar Ámundason kranamaður.

Þorbjörn Þorgeirsson.

Skúli meistari Jónsson frá Eyri.

Sigurður Skúlason, sem einnig á uppruna á Eyri.

Milliloftið komið, eins og nýlakkað tekkdansgólf; Þorbjörn, Jón Ragnar, Skúli og Sigurður.

Myndir: Aðsendar.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is