Riðið út á Siglunes


Þann 21. júlí síðast liðinn reið Herdís Erlendsdóttir á Sauðanesi með 35 hesta frá Siglufirði út á Siglunes. Með henni fóru m.a. Dagbjört Ísfeld Guðmundsdóttir, Rebekka Spieler og Marlis Jóna Karlsdóttir, auk Ernu og Marsibilar, systra Herdísar.

Lagt var af stað frá Siglufirði um hádegi og riðið út að Selárvita en þar var farið upp Kálfsdal og yfir Kálfsskarð. Reksturinn gekk vel enda þótt lágskýjað væri og lítið skyggni í Kálfsskarði. Þegar komið var niður skarðið var riðið út Nesdal að Reiðará. Frá Reiðará var riðið út á Nes.

Reiðmenn voru þreyttir en glaðir þegar þeir stigu af baki á Nesi og þeirra beið grillað lambalæri a la Hannibal og hlýtt rúm. Hestarnir komust í nóg af grasi við Þormóðshús.

Daginn eftir var riðið um Nesið og þann 23. júlí var riðið til baka út Nesdal, yfir Kálfsskarð og niður Kálfsdal til Siglufjarðar.

Ferðir sem þessi eru hluti af því að vera iðkandi hjá Herdísi.

 

 

Myndir: Karl Guðmundsson.
Texti: Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]