Riðið á vaðið á Sigluf­irði


Nú þegar örfáir dagar eru í upphaf grásleppuvertíðar hafa fáir kaupendur á grásleppu gefið upp verð fyrir vertíðina. Grásleppuverkandinn Sverrir Björnsson ehf á Siglufirði reið á vaðið og gaf upp 260 krónur pr.kg fyrir óskorna grásleppu þann 6. mars síðastliðinn. Verkandinn var einnig fyrstur til að gefa upp verð fyrir vertíðina 2018. Þetta er ánægjuleg þróun því heyrt hefur til undantekninga að legið hafi fyrir verð á grásleppu fyrir upphaf vertíða.“ Þetta má lesa á vef Lands­sam­bands smábáta­eig­enda. Sjá líka hér.

Mynd (úr safni): Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.
Texti: Af vef Landsambands smábátaeigenda / Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is