Riddari götunnar


Þegar fréttamaður var staddur á Túngötunni í gær seinnipartinn, við
suðausturhorn gamla malarvallarins, þaut einhver sem elding framhjá á
rauðri vespu og nam staðar þar nærri litlu síðar. Þegar að var gáð og skyggnst undir hjálminn kom í
ljós hver töffarinn var. Skarphéðinn nokkur Guðmundsson. Og tryllitækið Jonway – city runner.

Aðspurður kvaðst hann hafa fest kaup á græjunni árð 2008 og notað töluvert til að komast að og frá skóla, en eftir að hann hætti kennslu segist hann nota það minna.

En hvers vegna rautt?

?Jú, það var ekki til grænt,? segir hann og brosir.

Og auðvitað slapp hann ekki við myndatöku.

Þó það nú væri.

Flottur er hann.

Og ekki síðri hér.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is