Réttir í Fljótum og Fjallabyggð haustið 2010


Fjallskilastjórar Fljóta og Fjallabyggðar hafa nú gefið út hvenær réttað verður haustið 2010. Í Siglufirði verður það 17. og 19. september, báða dagana í Siglufjarðarrétt.

Það verður gaman að fylgjast með því.

Annars er dagskráin þannig:

Fjárréttir:

Kleifnarétt, Austur-Fljótum, laugardaginn 4. september.

Reykjarétt (Reykjadalur), Ólafsfirði, miðvikudaginn 8. september.

Reykjarétt (vestursvæði), Ólafsfirði, fimmtudaginn 9. september.

Hraunarétt, Austur-Fljótum, fimmtudaginn 9. september.

Stíflurétt, Austur-Fljótum, föstudaginn 10. september.

Flókadalsrétt (Barðshreppur o.fl.), Vestur-Fljótum, föstudaginn 10. september.

Reykjarhólsrétt á Bökkum, Vestur-Fljótum, föstudaginn 10. september.

Holtsrétt, Vestur-Fljótum, laugardaginn 11. september.

Flókadalsrétt, Vestur-Fljótum, laugardaginn 11. september.

Neskotsrétt, Vestur-Fljótum, laugardaginn 11. september.

Kálfsárrétt (austursvæði), Ólafsfirði, föstudaginn 17. september.

Syðri-Árrétt, Ólafsfirði, föstudaginn 17. september.

Siglufjarðarrétt (Siglunes), Siglufirði, föstudaginn 17. september.

Vatnsendarétt, Héðinsfirði, laugardaginn 18. september.

Kálfsárrétt (vestursvæði), Ólafsfirði, laugardaginn 18. september.

Siglufjarðarrétt, Siglufirði, sunnudaginn 19. september.

Mánárrétt, Úlfsdölum, sunnudaginn 19. september.

Stóðrétt:

Flókadalsrétt, Vestur-Fljótum, laugardaginn 2. október kl. 13.00.

Mynd: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is