Réttindalaus á 183 kílómetra hraða í Héðinsfjarðargöngum


Lögreglan á Akureyri hafði undir morgun afskipti af ökumanni í
Héðinsfjarðargöngum sem keyrði á 183 km/klst hraða en hámarkshraðinn er
70 km/klst. Til að bæta gráu ofan á svart var ökumaðurinn 16 ára gamall
og því réttindalaus.

Að auki hafði lögreglan afskipti af tveimur öðrum ökumönnum sem grunaðir
voru um ölvun við akstur. Við nánari athugun kom í ljós að hvorugur
þeirra var með ökuréttindi þar sem þeir höfðu ekki löngu áður verið
fundnir sekir um ölvunarakstur.

Séð milli gangamunnanna í Héðinsfirði.

[Birtist upphaflega á Mbl.is 12. desember 2010 kl. 08.31. Endurbirt hér með leyfi. Önnur mynd er þó notuð hér.]

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Texti: Mbl.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is