Rekstraraðili að félagsheimilinu Ketilási í Fljótum


Tíminn.is greinir frá því, að undirritaður hafi verið samningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Stefaníu Hjördísar Leifsdóttur varðandi rekstur félagsheimilisins Ketiláss í Fljótum í Skagafirði næstu tvö árin. Ennfremur segir þar: ?Félagsheimilið Ketilás er rúmlega 300 fermetrar að gólffleti. Árið 2009 voru endurnýjaðar innréttingar á salerni og í eldhúsi. Félagsheimilið hefur verið gert að mestu leyti upp að utan með nýju þaki og klæðningu. Stefanía Hjördís hefur undanfarin þrjú ár verið húsvörður félagsheimilisins og séð um allan rekstur hússins. Hún hefur einnig setið í húsnefnd félagsheimilisins undanfarin fimm ár. Hún hefur áhuga á að efla starfsemi félagsheimilisins bæði í tengslum við menningartengda viðburði og eins til uppbyggingar í ferðaþjónustu.?

Félagsheimilið Ketilás í Fljótum.

Mynd: Tíminn.is, ritstjórn.

Texti: Tíminn.is, ritstjórn / Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is