Reitir 2014 – alþjóðlegt skapandi samstarfsverkefni á Siglufirði


Verkefnið Reitir býður árlega 25 einstaklingum viðsvegar að úr heiminum til Siglufjarðar að taka þátt í tilraunakenndri nálgun á hinni hefðbundnu listasmiðju. Reitir byggja á þeirri hugmynd að með því að blanda saman starfsgreinum úr mörgum áttum nýtist fjölbreytt reynsla þátttakenda sem grunnur að nýstárlegum verkefnum sem fjalla á einn eða annan hátt um Siglufjörð.

 

Opnun Reita verður á Siglufirði á morgun, laugardaginn 12. júlí kl. 15:00, og þá getur almenningur séð og upplifað fjölbreytt verkefni víðsvegar um bæinn. Athugið að opnunin stendur yfir aðeins þennan eina dag.


Aðalstyrktaraðilar verkefnisins eru Menningarráð Eyþings og Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, eigandi Alþýðuhússins á Siglufirði.
Myndir og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is