Reiðnámskeið í Siglufirði


Herdís á Sauðanesi verður með reiðnámskeið fyrir börn og fullorðna og hefjast þau þann 10. og 11. júlí í Siglufirði. Um er að ræða byrjendanámskeið fyrir bæði börn og fullorðna auk námskeiðs fyrir lengra komna. Einnig er námskeið fyrir börn og foreldra saman svo og börn með sérþarfir. Námskeiðin eru skemmtileg og þroskandi. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Herdísi á Sauðanesi í síma 7881375.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is