Rauðkubíó opnar á Siglufirði


?Rauðkumenn hafa standsett Rauðkubíó í Bláahúsinu. Fyrsta sýningin mun
hefjast föstudaginn 7. október,? sagði á Hedinsfjordur.is í fyrradag,
27. september.

Og áfram þetta: ?Kvikmyndin Eldfjall  verður sýnd á sérstakri heiðurssýningu á Siglufirði þann 7. október. Það er Siglfirðingurinn Theódór Júlíusson sem fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni ásamt Margréti Helgu Jóhannsdóttur. Myndin hefur verið sýnd á stórum kvikmyndahátíðum erlendis og má þar nefna Cannes, RIFF, Karlovy Vary og Toronto International Film Festival.?

Sjá hér.

Rauðkutorg á fögrum degi síðsumars.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Texti: Hedinsfjordur.is (Magnús Rúnar Magnússon) / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is