Rauði krossinn með námskeið á Siglufirði


Fjöldahjálparstjóranámskeið verður haldið á Siglufirði á laugardaginn kemur, 15. janúar 2011, á vegum Rauða krossins, í Neðra skólahúsi, og stendur frá kl. 08.30 til 16.30.

 

Siglfirðingur.is hafði samband við Guðnýju H. Björnsdóttur svæðisfulltrúa á Norðurlandi og spurði hana nánar út í þetta.

Hún svaraði því til, að hlutverk Rauða krossins í almannavörnum væri fjölda- og félagslegt hjálprastarf og námskeið sem þetta liður í að þjálfa fólk innan raða Rauðakrossdeildanna til þess að takast á við það verkefni. ?Á námskeiðið á laugardaginn á Siglufirði eru skráðir þátttakendur frá Skagafjarðar-, Ólafsfjarðar- og Siglufjarðardeild. Þessi námskeið eru haldin á svæðisvísu, að jafnaði eitt námskeið á ári á Norðurlandi ,og við reynum að færa okkur á milli deilda eftir ástæðum. Síðasta svona námskeið var haldið á Húsavík fyrir ári síðan og nú er röðin komin að Siglufirði,? sagði Guðný.

Svæði deildanna á Norðurlandi nær frá Hólmavík í vestri til Þórshafnar í vestri og eru tólf deildir innan þess.

Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum, æfingum og umræðum. Í æfingunum er farið í opnun fjöldahjálprstövar í kjölfar hamfara og viðbrögð við hópslysi. Leiðbeinendur eru Jón Brynjar Birgisson, verkefnisstjóri í neyðarvörnum hjá Rauða krossi Íslands, og Guðný H. Björnsdóttir, svæðisfulltrúi á Norðurlandi.

Dagskráin er svofelld:08.30-12.00   

Setning og kynning


Almannavarnir – fyrirlestur


SÁBF skrifborðsæfing


Fjöldahjálp ? fyrirlestur og umræður.12.00-12.30   

Hádegisverður.12.30-16.30   

Umræður um neyðarvarnamál á staðnum.


Fjölmiðlun þegar á reynir ? fyrirlestur og umræður.


Sálrænn stuðningur.


Skráning í neyðaraðgerðum.


Skrifborðsæfing um fjöldahjálp.


Námskeiðslok.


Nánari upplýsingar fást hjá Guðnýju H. Björnsdóttur (gudnybj@redcross.is).

Sjá líka hér.

Rauði krossinn er elsta, virtasta og útbreiddasta mannúðarhreyfing í heimi, með starfsemi í 186 löndum.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is