Rauðgul viðvörun


Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauðgula viðvörun fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun. Spáð er norðaustan roki, stormi og stórhríð. Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er svofelld: „Gengur í norðaustan 15-23 síðdegis, hvassast á annesjum og á Ströndum. Él og frost 3 til 10 stig. Norðaustan 18-25 á morgun og snjókoma, einkum síðdegis. Minnkandi frost. Dregur úr vindi og úrkomu seint annað kvöld.“ Og fyrir Norðurland eystra: „Norðaustan 10-18 síðdegis og él. Frost 4 til 11 stig. Hvessir og bætir í úrkomu í nótt, norðaustan 18-25 og talsverð snjókoma á morgun, minnkandi frost. Lægir og styttir upp að mestu annað kvöld.“

Mynd: Veðurstofa Íslands.
Texti: Veðurstofa Íslands / Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]