Rauða húsið við smábátahöfnina fær lyftingu


Fyrr í september var hafist handa við að undirbúa það að lyfta rauða
húsinu við smábátahöfnina, austan við Hannes Boy Café, og var það síðan
tjakkað upp um 50 cm.

Í dag voru svo steyptir undir það varanlegir
sökklar.

Er því óhætt að segja að rífandi gangur sé í þessari miklu framkvæmd
og þess ekki langt að bíða að enn ein byggingin á þessu svæði prýði
fjörðinn okkar með sínum ægisterka lit.

Sveinn Þorsteinsson tók eftirfarandi myndir þar.

Myndir: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is