Rauð viðvörun


Nú er búið að gefa út rauða viðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra. Hún mun taka gildi klukkan 17.00 á morgun. Siglufjörður er á austustu mörkum svæðisins.

Á vef Veðurstofu Íslands segir: „Spáð er norðan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 33 m/s) með mikilli snjókomu og skafrenningi. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og tjóni og/eða slysum ef aðgát er ekki höfð. Ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda, allt að 10 m ölduhæð og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum.“

Aldrei áður hefur rauð veðurviðvörun verið gefin út hér á landi, eftir að nýja litakerfið var tekið upp. Blika.is gerir þessu skil í nýrri færslu.

Mynd: Veðurstofa Íslands.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]