Rammafréttir


Í dag var verið að landa úr Mánabergi á Siglufirði eftir 27 daga veiðiferð skipsins í norsku lögsöguna í Barentshafi. Heildarafli af slægðum fiski úr sjó var 730 tonn, langmest þorskur en einnig lítilsháttar af ýsu.

Á mánudag var landað úr Sigurbjörgu á Siglufirði, en áður hafði verið millilandað úr skipinu 18. febrúar. Heildarafli Sigurbjargar í mánuðinum var 417 tonn, mest karfi. Vandamál komu upp í gangráði sem skipt hafði verið um í inniveru Sigurbjargar þegar skipið lét úr höfn og snéri það aftur til hafnar í fylgd Sigurvins og Múlabergs. Að lokinni örstuttri inniveru og viðgerð hélt skipið aftur á veiðar.

Sigurbjörg ÓF 1 á leið til hafnar.

Myndir og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is