Rammafiskur á sýningu í Newcastle á Englandi


Á sunnudaginn var tók Rammi þátt í sýningu sem haldin var í Newcastle
fyrir ?fish and chips? veitingastaði á Norður-Englandi, í Skotlandi og á
Norður-Írlandi. Þangað kom mikill fjöldi gesta og þótti sýningin takast
vel, en á henni var sýnt allt sem þarf til reksturs ?fish and chips?
staðanna, jafnt hráefni sem tæki og tól. Næstum allur sjófrystur fiskur
sem Rammi selur er framleiddur undir vörumerki fyrirtækisins og er
regluleg þátttaka á sýningum í Bretlandi liður í að kynna merkið þar.

Sannarlega til mikillar fyrirmyndar, þetta.

Sjá nánar á heimasíðu Ramma.

Hér er ein mynd af sýningunni. Fleiri eru á heimasíðu Ramma.

Mynd: Fengin af heimasíðu Ramma.

Texti: Rammi og Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is