Rammafiskur á Reebok


?Um síðustu helgi tókum við þátt í sýningu fyrir ?fish and chips? veitingastaði sem haldin var á Reebok vellinum, heimavelli úrvalsdeildarliðs Bolton í Englandi. Plássið undir áhorfendastúkunum á Reebok er vel nýtt, þar eru t.d. hótel og góð aðstaða fyrir vörusýningar og stórar skemmtanir. Sýningin var mjög vel sótt, en á henni var sýnt allt sem þarf við rekstur á ?fish and chips? veitingastöðum, en ?fiskur og franskar? er þjóðarréttur Breta og vinsælasti ?skyndibitinn? meðal þeirra,? segir á heimasíðu Ramma hf. í dag.

 

Og þetta líka: ?Á Bretlandi eru um 8.500 ?fish and chips? veitingastaðir og áætlað er að um fjórðungur af hvítfiski sem neytt er þar sé seldur á þessum stöðum. Allur sjófrystur fiskur sem Rammi selur á Bretlandsmarkað er seldur undir eigin vörumerki og síðustu ár höfum við lagt mikla áherslu á að kynna merkið, t.d. með þátttöku í sérhæfðum vörusýningum.?

Frá sýningunni á Reebok vellinum um síðustu helgi.

Myndir: Fengnar af heimasíðu Ramma hf.

Texti: Rammi hf. og Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is