Rak vélarvana inn í Hvanneyrarkrókinn


Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði var kölluð út seinnipartinn í gær til að aðstoða lítinn fiskibát sem rak vélarvana undan norðanvindi inn í Hvanneyrarkrókinn vestanverðan og stefndi upp í fjöru. Að sögn Áka Valssonar tókst aðgerðin í alla staði vel. Á meðfylgjandi ljósmynd sést hvar Sigurvin er með bátinn við síðu á leið fyrir Öldubrjótinn og til hafnar.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]