Ragnar lofaður í The Times


„Breskir aðdáendur norrænna glæpasagna þekkja tvo frábæra íslenska rithöfunda, Arnald Indriðason og Yrsu Sigurðardóttur. Hér kemur sá þriðji: Ragnar Jónasson,“ segir í grein The Times um nýjar glæpasögur um síðustu helgi. Blaðið fjallar um fimm nýútkomna krimma og fylgir greininni mynd – frá Siglufirði. „Í Náttblindu sýnir Ragnar fram á að hin líflega Reykjavík hefur ekki einkarétt á morðum. Þau eru líka framin á Siglufirði, litlum, friðsælum bæ við heimskautsbaug með einungis tvo lögreglumenn. Annar er skotinn til bana í fyrsta kaflanum þannig að hinum, Ara Þór Arasyni, er látið einum eftir að komast að því að í einangruðu samfélagi getur hið illa þryfist og fjölmörg leyndarmál. Ari Þór er geðþekk, hæfilega óhamingjusöm persóna sem færist of mikið í fang. Myrkrið og kuldinn eru nánast áþreifanleg.“

Um síðustu helgi birti Sunday Express afar lofsamlega umsögn um bók Ragnars og sagði að það væri engin leið betri til að hefja árið en að lesa Náttblindu. Íslenskt sögusviðið geri ekki aðeins breska veturinn bærilegan „heldur hafa bækur Ragnars blásið nýju lífi í norrænu glæpasöguna.“

Náttblinda er fimmta bókin í Siglufjarðarsyrpu Ragnars sem hófst árið 2010 með Snjóblindu.

Mynd: Skjáskot af umræddri grein í The Times.
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]