Ragnar les upp á Kristnesi


Á fimmtudaginn, 21. nóvember, kl. 17:00-18:30, les Ragnar Jónasson rithöfundur upp úr nýjustu spennusögu sinni, Hvítadauða, á Hælinu, setri um sögu berklanna, skammt innan við Akureyri. Einnig áritar hann bókina, sem verður til sölu. Kaffi á könnunni og allir velkomnir. Hvítidauði gerist einmitt að hluta til á berklahæli í Eyjafirði. Þetta var mest selda íslenska skáldsagan hér á landi í október.

Snjóblinda, fyrsta Siglufjarðarsaga Ragnars, kemur út í Hollandi eftir áramót. Af því tilefni er hollenskur blaðamaður væntanlegur til Siglufjarðar í vikulokin ásamt Ragnari og Pétri Má Ólafssyni, útgefanda Ragnars.

Mynd: Aðsend.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]