Ragnar Jónasson les úr nýútkominni bók sinni á föstudaginn


Spennusagan Snjóblinda eftir Ragnar
Jónasson, sem gerist á Siglufirði, kom út í þessari viku. Af því tilefni
heldur bókaforlagið Veröld útgáfukynningu á bókinni á Siglufirði næsta
föstudag. Höfundur segir þá frá bókinni og les valda kafla
í Allanum klukkan 17.00 og í beinu framhaldi af því mun hann árita bækur
í Samkaup-Úrval, þar sem bókin verður á sérstöku kynningartilboði.

Snjóblinda er fyrsta glæpasagan þar
sem Siglufjörður er sögusvið. Ung kona finnst blóðug og hálfnakin í
snjónum, nær dauða en lífi, aldraður rithöfundur deyr á grunsamlegan
hátt á æfingu hjá áhugaleikfélagi bæjarins, óttinn nær tökum á bæjarbúum
og gleymdir glæpir fortíðar koma upp á yfirborðið.

Höfundurinn, Ragnar
Jónasson, á ættir að rekja til Siglufjarðar, þar sem afi hans og amma
bjuggu, Þ. Ragnar Jónasson bæjargjaldkeri og Guðrún Reykdal.

Kápa bókarinnar.

Þetta er fyrsta glæpasagan þar
sem Siglufjörður er sögusvið.

Ragnar Jónasson les úr Snjóblindu í Allanum á næsta föstudag kl. 17.00

og mun síðan í beinu framhaldi af því árita bækur í Samkaup-Úrval.

Vetrarmynd af Siglufirði: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Mynd af bókarkápu og texti: Veröld bókaútgáfa | verold@verold.is

Mynd af Ragnari: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is