Ragnar Helgi Ólafsson hlaut verðlaun Tómasar


Ragnar Helgi Ólafsson hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2015 fyrir ljóðahandritið „Til hughreystingar þeim sem finna sig ekki í samtíma sínum“. Ragnar Helgi er af siglfirskum ættum, sonur Ólafs Ragnarssonar fréttamanns og bókaútgefanda og Elínar Bergs. Hann er menntaður í heimspeki og myndlist og hefur m.a. fengist við grafíska hönnun. Síðustu ár hefur hann vakið athygli fyrir hönnun á bókakápum og hlotið viðurkenningu fyrir.

Nánar má lesa um verðlaunaveitinguna á vefsíðu Morgunblaðsins.

Mynd: Fengin af Mbl.is.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is