Ragnar Helgason 90 ára


Ragnar Helgason fagnar 90 ára afmæli sínu í dag. Hann fæddist 14. september árið 1926.

Foreldrar hans voru Helgi Ásgrímsson skipstjóri á Kambi á Siglufirði og Þóra Þorkelsdóttir, ættuð úr Eyjafirði. Afi Ragnars í föðurætt var Ásgrímur Þorsteinsson skipstjóri, meðhjálpari og skíðakappi á Siglufirði. Systkinin á Kambi voru sjö og er Ragnar næstyngstur þeirra. Kona hans er Soffía Andersen og eiga þau fimm börn.

Siglfirðingur.is óskar afmælisbarninu og fjölskyldu þess innilega til hamingju með daginn.

Hér má nálgast sex ára gamla frétt, þar sem Ragnar kemur við sögu.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is