Rækjuvinnsla


Rækjuveiði úti fyrir Norðurlandi hefur verið frekar treg að undanförnu
og þessa vikuna var aðeins landað 52 tonnum af rækju til vinnslu á
Siglufirði. Þrátt fyrir dræma veiði er þó full vinnsla í
rækjuverksmiðjunni á meðan unnin er iðnaðarrækja sem keypt var frá
Kanada nýlega. Þetta kemur fram á heimasíðu Ramma hf. í dag.

Sjá hér.

Úr rækjuvinnslu Ramma hf. á Siglufirði.

Myndir: Rammi hf.

Texti: Rammi hf. / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is