Rækju- og kertasala Skíðafélags Siglufjarðar


?Nú stendur yfir fjáröflun SSS og eru iðkendur að selja Rammarækjur, þær bestu á landinu, sem og tólgarútikerti en þau loga í allt að 9 klukkustundir sama hvernig viðrar. Rækjan er í 1 kg. pokum og kostar pokinn 1.500 kr. Kertin eru tvö í pakka og kostar pakkinn 1.000 kr. Biðjum við íbúa Fjallabyggðar að taka börnunum vel. Þau sem kynni að vanta rækjur í jólamatinn eða kerti út á svalir eða á leiði er bent á að hafa samband við Brynju í síma 4671265.? Þetta segir í orðsendingu sem var að berast.

Mynd af rækjum: Sigurður Ægisson | [email protected].

Mynd af kertum: Fengin af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson | [email protected].

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]