Raddbönd og hljóðfæri þanin í austri jafnt sem vestri


Karlakór Siglufjarðar fór í dag ásamt hljómsveit yfir til Ólafsfjarðar og
söng og lék fyrir vistmenn að Hornbrekku. Svo lá leið aftur til
Siglufjarðar og þar var fyrst sungið á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar
en síðan á jólafundi Félags eldri borgara, þar sem beið þeirra og
annarra mikil og góð veisla.

Undir borðhaldinu las Örlygur Kristfinnsson fyrir
viðstadda úr bók sinni Sögur úr síldarbæ, sem nú er búið að prenta í annað sinn.

Sumsé, enn einn góði dagurinn í Fjallabyggð.

Hér koma nokkrar myndir.

Myndir: Í boði Sveins Þorsteinssonar | svennith@simnet.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is