Primex ehf. og SR-Vélaverkstæði hf. fá viðurkenningu Creditinfo


Creditinfo hefur unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki hafa fengið bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati félagsins og telst rekstur þeirra því til fyrirmyndar. Af rúmlega 33.000 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá verðskulda 462 nafnbótina ?Framúrskarandi fyrirtæki 2013? samkvæmt mati Creditinfo. Þar í hópi eru Primex ehf. og SR-Vélaverkstæði hf. sem einnig var þarna 2012 og 2011.

Til að komast á þennan lista þurfa fyrirtæki að hafa skilað rekstrarhagnaði þrjú ár í röð, hafa yfir að ráða eignum að verðmæti að minnsta kosti 80 miljónir króna og 20 prósenta eiginfjárhlutfalli eða meira.

Siglfirðingur.is óskar siglfirsku fyrirtækjunum tveimur innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Listann er að finna hér.

Mynd: Skjáskot af heimasíðu Creditinfo.

Texti: Creditinfo.is /RÚV.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is