Poppstjarnan sem fór á sjóinn


Tónlistarmaðurinn, leikarinn og faðirinn Björn Jörundur Friðbjörnsson eldar nú ofan í áhöfn rækjutogara sem gerir út frá Siglufirði. Hann er sagður hafa breytt um lífsstíl og yfirgefið líf popparans. Hann hefur í gegnum tíðina gengið í gegnum súrt og sætt, en hann hefur löngum barist við eiturlyfjafíkn.

Í desember sagði DV frá því að Björn Jörundur hefði flust búferlum af höfuðborgarsvæðinu og til Siglufjarðar. Þar hefur hann stundað sjóinn á rækjutogara en sjálfur segist hann hafa skellt sér í trilluútgerð í fyrrasumar og í framhaldi af því hafi hann farið á sjóinn hjá félaga sínum á Siglufirði.

Björn er mikill áhugamaður um siglingar, og segja vinir hans sem DV ræddi við að hann kunni vel við sig á sjónum. Hann hefur lagt stund á róður og á meðal annars skútu með vini sínum, Valgeiri Magnússyni. Björn hefur unnið siglingamót sem haldin hafa verið hér á landi.

?Þeir sem að fíla sjóinn, þeir fíla sjóinn alveg alla leið,? segir Valgeir aðspurður um hvort Björn eigi heima á sjónum. ?Hann hefur verið í siglingum frá því að hann var unglingur. Hann er mikið í siglingum og við erum búnir að sigla saman í þrjú ár. Að keppa.? ?Hann er ótrúlega fljótur að tileinka sér nýtt svið og nýtt umhverfi. Hann er líka með orðheppnustu mönnum sem ég hef kynnst,? segir Valgeir um vin sinn Björn.

Fjallað er um feril Björns í nærmynd af honum í helgarblaði DV í dag.


Svona leit kappinn út á Síldardögum 25. júlí 2010.

[Þessi frétt birtist upphaflega á DV.is 21. janúar 2011 kl. 12.15. Önnur mynd er þó notuð hér.]


Mynd: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is

Texti: DV.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is