Hjólar pólanna á milli


Í Landanum í Sjónvarpinu á sunnudaginn var rætt við Hjálmar Jóelsson lyfjafræðing á Egilsstöðum, sem stundar einhvers konar líkamsrækt á hverjum degi. Hjálmar, sem er fæddur á Siglufirði, gengur á skíðum þegar færi gefst en hjólar, gengur, skokkar eða syndir annars.

Hjálmar er fæddur á Siglufirði árið 1941 og orðinn 77 ára, sonur Jóels Hjálmarssonar verkstjóra, sem var Þingeyingur, og Arnfríðar Kristjánsdóttur, sem var ættuð úr Aðalvík á Hornströndum. Systir Hjálmars er Guðbjörg, sjúkraliði í Garðabæ.

Sjá hér.

Mynd: Skjáskot úr Landanum.
Texti: Jónas Ragnarsson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]