Plöntuskiptimarkaður


?Ert þú búin(n) að taka til í garðinum hjá þér? Þurftir þú að skipta einhverjum af fjölæru plöntunum eða áttu of mikið af plöntum sem þú sáðir? Komdu á miðvikudaginn 15. júní milli kl. 16.00 og 19.00 í garðinn á bak við vinnustofuna mína með hluta af þeim plöntum í potti eða poka og skiptu við einhvern sem á einhverja aðra tegund sem þig langar í,? segir í auglýsingu sem vefnum hefur borist. ?Fyrir þá sem eiga engar plöntur til skiptanna, eða langar í meira, verður Garðyrkjustöðin á Laugarmýri með blómabílinn á staðnum þar sem hægt er að kaupa alls kyns plöntur. Von er á skemmtilegum og líflegum degi. Heitt kaffi á könnunni. Fríða Gylfadóttir, Túngötu 40a, Siglufirði.?

Enn eitt góða framtakið hjá stúlkunni.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Fríða Gylfadóttir | frida@frida.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is