Passíusálmarnir í Ljóðasetrinu


„Það er víða venja að flytja Passíusálma sr. Hallgíms Péturssonar á föstudaginn langa. Þetta merka verk hefur lifað með þjóðinni í rúm 300 ár og er án efa eitt af stórvirkjum íslenskrar ljóðlistar.

Nýlega var eiginhandrit Hallgríms Péturssonar af Passíusálmunum eitt fjögurra handrita sem tilnefnt var af Íslands hönd á heimsminjaskrá UNESCO, en handritið skrifaði Hallgrímur árið 1659. Af því tilefni verða Passíusálmarnir fluttir á Ljóðasetri Íslands á föstudaginn langa, þann 25. mars n.k., og munu flytjendur á öllum aldri taka þátt. Verða nokkrir sálmanna kveðnir við íslensk kvæðalög, jafnt ný sem hefðbundin.

Flutningur sálmanna hefst kl. 15.00 og er reiknað með að honum ljúki um 19.30. Síðustu 10 mínútur hvers klukkutíma verður gert hlé á flutningunum til skrafs og umræðu yfir kaffibolla og léttum veitingum.

Ljóðasetrið á um 15 útgáfur af Passíusálmunum og verða þær til sýnis á meðan á flutningnum stendur sem og yfir páskana.

Allir eru velkomnir. Enginn aðgangseyrir er að Ljóðasetrinu og heitt verður á könnunni.“

Þetta segir á heimasíðu Ljóðasetursins.

Og upplesturinn er sumsé í dag.

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Ljóðasetur Íslands / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is